Menntanet Sjávarútvegsins

Virðisnet


.

Vissir þú að...


  • ... að minnsta kosti 23 hvalategundir hafa sést við Ísland. Algengast er að sjá hrefnur, hnúfubak, grindhval og hnýðinga.

  • ... allir fiskar sofa einhvern hluta sólarhringsins þrátt fyrir að þeir séu með augun opin, þeir hafa nefnilega ekki augnlok.

  • ... Atlantshafið er næst stærsta haf heims og þekur 21% af yfirborði jarðar.

  • ... 80 fyrirtæki á Íslandi framleiða búnað til matvælaframleiðslu.

  • ... í íslenskri fiskveiðilögsögu er nokkur fjöldi vannýttra tegunda. Þar má nefna túnfisk, sæbjúgu, kúfskel, gulldeplu og fleira.

  • ... við Háskólann á Akureyri er mikil áhersla á nám sem tengist hafinu. Þar er starfrækt auðlindadeild þar sem stunda má nám í fiskeldi, líftækni, sjávarútvegsfræði og umhverfisfræði.