Menntanet Sjávarútvegsins

Virðisnet


.

Vissir þú að...


  • ... fiskar hafa svokallaða rák (linea lateralis) eftir endilöngum líkamanum sem hjálpar þeim að skynja bylgjustyrk og stefnu straums.

  • ... meira en 90% þeirrar fæðu sem við sækjum í höfin kemur af landgrunninu og einnig flest hráefni sem unnnin eru af hafsbotni.

  • ... mörg efni úr sjávarlífverum má nýta í lyfjaframleiðslu. Mosadýrið Bugula neritina framleiðir efni sem verið er að prófa sem lyf gegn krabbameini og Alzheimer.

  • ... Íslendingar eru betur í stakk búnir en flestar aðrar þjóðir til að mæta auknum kröfum um sjálfbærni og rekjanleika sjávarafurða.

  • ... mikil framleiðni svifþörunga við Ísland er grundvöllur þess hve auðug fiskimiðin umhverfis landið eru. Svifþörungar mynda lífræn efni úr ólífrænum með ljóstillífun.

  • ... fisk- og lýsisneysla hefur jákvæð áhrif á storknunareiginleika blóðs í mönnum og hindrar myndun blóðtappa.