Menntanet Sjávarútvegsins

Virðisnet


.

Vissir þú að...


  • ... á 50 króna myntinni er mynd af bogkrabba (Carcinus maneas).

  • ... Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur 14 björgunarskip í samvinnu við björgunarbátasjóði hringinn í kringum landið.

  • ... útflutningstekjur af þorskhausum og -lifur nema 14 milljörðum kr. á ári.

  • ... fyrirtækið Sjávarleður fullvinnur fiskroð og gerir úr því hágæða leður sem er eftirsótt af tískuhúsum um allan heim.

  • ... viðamiklar rannsóknir sýna að þeir sem borða tvo til fjóra skammta af feitum fiski í viku eru í 6% minni hættu á að fá heilablóðfall en þeir sem borða aðeins einn skammt.

  • ... sjávarafurðir eru sérstaklega próteinrík fæða sem inniheldur ýmis önnur næringarefni, svo sem omega-3, joð og selen.