Menntanet Sjávarútvegsins

Virðisnet


.

Vissir þú að...


  • ... úthafsbotninn er minnst þekkta svæði jarðar og stór hluti hans hefur aldrei verið kannaður. Um 2000 fisktegundir og margfalt fleiri hryggleysingjar hafa náð að aðlagast þeim þrýstingi, kulda og myrkri sem þar ríkir.

  • ... sæhestar eru einu fiskarnir sem synda uppréttir.

  • ... Íslendingar eru betur í stakk búnir en flestar aðrar þjóðir til að mæta auknum kröfum um sjálfbærni og rekjanleika sjávarafurða.

  • ... verðmæti veidds þorsks á Íslandsmiðum árið 2015 var hátt í 51 milljarður króna.

  • ... viðamiklar rannsóknir sýna að þeir sem borða tvo til fjóra skammta af feitum fiski í viku eru í 6% minni hættu á að fá heilablóðfall en þeir sem borða aðeins einn skammt.

  • ... fyrirtækið Ensímtækni/Zymetech sérhæfir sig í rannsóknum á ensímum unnum úr sjávarlífverum. Ein helsta vara fyrirtækisins er PENZIM húðáburður sem er seldur m.a. í Evrópu og Bandaríkjunum.