Menntanet Sjávarútvegsins

Virðisnet


.

Vissir þú að...


  • ... fiskar sem lifa í sjó deyja mjög hratt ef þeir eru settir í ferskvatn vegna þess að vökvajafnvægi þeirra ruglast.

  • ... Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur 14 björgunarskip í samvinnu við björgunarbátasjóði hringinn í kringum landið.

  • ... fyrirtækið Sjávarleður fullvinnur fiskroð og gerir úr því hágæða leður sem er eftirsótt af tískuhúsum um allan heim.

  • ... útflutningstekjur af þorskhausum og -lifur nema 14 milljörðum kr. á ári.

  • ... fyrirtækið Ensímtækni/Zymetech sérhæfir sig í rannsóknum á ensímum unnum úr sjávarlífverum. Ein helsta vara fyrirtækisins er PENZIM húðáburður sem er seldur m.a. í Evrópu og Bandaríkjunum.

  • ... eftir að fiskur hefur verið veiddur er hann blóðgaður, slægður og þveginn. Að því loknu er hann ísaður og geymdur kældur um borð til að verja gæði hráefnisins.