Um vefinn


Þessi vefur er ætlaður þeim sem vilja nálgast kennslu- og fræðsluefni um íslenskan sjávarútveg. Á vefnum er m.a. að finna rafbækur, námsefni og verkefni til kennslu ásamt myndböndum. Einnig er að finna vefsíður sem sérhannaðar eru til kennslu ásamt öðrum vefsíðum sem tengjast sjávarútvegi. Ritstjórn velur efni á síðuna en í henni sitja kennarar á háskóla-, framhalds- og grunnskólastigi sem reynslu hafa af kennslu og námsefnisgerð. Vefnum er einnig ætlað að vera vettvangur fyrir nýtt náms- og kennsluefni um íslenskan sjávarútveg.

Í ritstjórn Menntanetsins sitja:
Hörður Sævaldsson lektor við Háskólann á Akureyri
Ragnheiður Tinna Tómasdóttir framhaldsskólakennari við Menntaskólann á Akureyri
Ólafur Jón Arnbjörnsson skólastjóri Fisktækniskólans
Jóhannes Aðalbjörnsson grunnskólakennari við Grunnskólann á Suðureyri

Verkefnisstjóri er Hrefna Karlsdóttir frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.